Þórsarar Kjarnafæðismeistarar eftir sigur á KA í vítaspyrnukeppni

Þórsarar Kjarnafæðismeistarar eftir sigur á KA í vítaspyrnukeppni

Þórsarar eru Kjarnafæðismeistarar eftir sigur á KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í gær. Þórsarar unnu eftir vítaspyrnukeppni en staðan var jöfn, 0-0 eftir venjulegan leiktíma.

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik hófst seinni hálfleikurinn með látum þegar Ibrahima Balde fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tveggja fóta tæklingu. Þórsarar lékur því einum manni fleiri stærstan hluta seinni hálfleiksins.

Þeir gáfu þó lítið eftir og KA menn fengu ekki mörg færi fyrr en í lok leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk tvö tækifæri til þess að gera mark en boltinn vildi ekki inn.

Þórsarar unnu svo vítaspyrnukeppnina 6-5 og tryggðu sér sigur á mótinu.

Sambíó
Sambíó