Forsetaframbjóðendur voru ekki þau einu sem kepptust á síðasta laugardag, því þá fór líka fram í Kópavogi úrslitakvöld áttunda tímabils Arena deildarinnar, sem er úrvalsdeild Íslands í tölvuleiknum og rafíþróttinni Rocket League.
Þórsarar unnu þar stóran sigur á 354 Gaming í undanúrslitum og tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi 4-0 sigri á liðinu OGV í úrslitaleiknum.
Í liði Þórs eru þeir Stefán Máni Unnarsson, Elias Marjala, Bjarni Þór Hólmsteinsson og Emil Valdimarsson.
Enursýningu af úrslitakvöldinu er hægt að finna á Twitch síðu íslensku Rocket League deildarinnar með því að smella hér.
UMMÆLI