Þórsarar Íslandsmeistarar í 3.flokki karla

Þórsarar Íslandsmeistarar í 3.flokki karla

Þórsarar eru Íslandsmeistarar í 3.flokki karla í fótbolta eftir 2-5 sigur á ÍA á Akranesvelli í dag. Leikurinn í dag var síðasti leikur deildarinnar hjá liðunum en fyrir leikinn átti ÍA möguleika á að jafna Þórsara að stigum.

„Það kom aldrei til greina í huga okkar drengja sem unnu öruggan sigur,“ segir í tilkynningu á vef Þórsara.

„Strákarnir hafa átt mjög góðu gengi að fagna í allt sumar og óhætt að segja að Íslandmeistaratitillinn sé verðskuldaður en um er að ræða sérstaklega glæsilegan árangur í ljósi þess að tveir liðsmenn úr hópnum voru seldir til danska meistaraliðsins Midtjylland um mitt sumar; þeir Sigurður Jökull Ingvason og Egill Orri Arnarsson. Að auki hafa leikmenn úr 3.flokki verið viðloðandi meistaraflokk Þórs og tveir þeirra spilað sínu fyrstu meistaraflokksleiki í sumar. 3.flokkur fór einnig alla leið í bikarúrslit en töpuðu þar í úrslitaleik.“

Þjálfarar 3.flokks eru Steinar Logi Rúnarsson, Ármann Pétur Ævarsson, Aðalgeir Axelsson og Aron Birkir Stefánsson markmannsþjálfari.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó