NTC

Þórsarar gerðu góða ferð í Breiðholtið

Lárus Orri er þjálfari Þórs

Þórsarar eru á sigurbraut í Inkasso deildinni í fótbolta en þeir gerðu góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leikni Reykjavík.

Jóhann Helgi Hannesson er sjóðandi heitur þessa dagana en hann kom Þór yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Gunnar Örvar Stefánsson gulltryggði sigur Þórs skömmu fyrir leikslok eftir að hafa komið inn af bekknum.

Úrslit kvöldsins þýða að Þórsarar eru komnir upp í 4.sæti deildarinnar, sex stigum frá toppliði Keflavíkur. Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Leikni Fáskrúðsfirði og fer hann fram næstkomandi þriðjudag.

Leiknir R. 0 – 2 Þór 

0-1 Jóhann Helgi Hannesson (’33)
0-2 Gunnar Örvar Stefánsson (’88)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó