NTC

Þórsarar fá þriðja bandaríska leikmanninn í vetur

Þórsarar fá þriðja bandaríska leikmanninn í vetur

Þórsarar sem hafa farið illa af stað í Dominos deildinni, tapað fyrstu fimm leikjunum, hafa fengið til liðs við sig þriðja bandaríska leikmanninn í vetur, Terrance Motley.
Fyrir tímabilið kom Zeek Woodley en hann náði ekki að spila deildarleik með liðinu áður en hann var sendur heim. Eftir að Zeek var sendur heim kom Jamal Palmer en hann hefur ekki þótt standa sig nægilega vel og verður því einnig sendur heim.

Motley er kominn til Akureyrar en spilaði ekki með liðinu í kvöld gegn Snæfelli, hann bíður enn eftir leikheimild en Þórsarar vonast eftir að heimildin verði komin fyrir fimmtudaginn næstkomandi þegar liðið tekur á móti toppliði Dominos deildarinnar, Keflavík, á heimavelli.

Motley hefur áður spilað í íslenskum körfubolta en hann spilaði með liði FSU á Selfossi tímabilið 2016-2017 í 1. deildinni. Þar gerði hann 31,3 stig að meðaltali í leik í 24 leikjum.

Sambíó

UMMÆLI