NTC

Þórsarar enn í leit að fyrsta sigrinum

Tryggvi Hlina nýtti öll sín skot í kvöld. Mynd: Vísir

Tryggvi Hlina nýtti öll sín skot í kvöld. Mynd: Vísir

Leikið var í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar Þór og Skallagrímur mættust í nýliðaslag í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Skemmst er frá því að segja að Skallagrímur vann níu stiga sigur í sveiflukenndum leik. Skallagrímur hóf leikinn af miklum krafti en Þórsurum tókst að vinna sig inn í leikinn og náðu til að mynda tíu stiga forskoti í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir reyndust hinsvegar sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og unnu að lokum 80-91.

Jalen Riley var stigahæstur í liði Þórs með nítján stig en næstur kom Ingvi Rafn Ingvarsson með fimmtán stig. Flenard Whitfield var stigahæstur hjá gestunum en gamla brýnið Darrell Flake var að öðrum ólöstuðum, besti maður vallarins.

Leit Þórs að fyrsta sigrinum í vetur heldur því áfram en liðið heimsækir Grindavík í næstu umferð eftir slétta viku.

Sambíó

UMMÆLI