Þórsarar enduðu sumarið á sigri

Guðni Sigþórsson

Þór mæti Leikni F. í lokaleik sumarsins í Inkasso deildinni í knattspyrnu. Leikurinn sem fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni endaði 3-0 Þórsurum í vil.

Guðni Sigþórsson kom Þór í 1-0 eftir 7 mínútna leik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Jesus Suarez leikmaður Leiknis fékk að líta rautt spjald á 23. mínútu leiksins.

Í seinni hálfleik bættu Ármann Pétur Ævarsson og Aron Kristófer Lárusson við tveimur mörkum fyrir Þór og lokatölur því 3-0.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó