Þórsarar byrjuðu deildina á sigri

Þórsarar byrjuðu deildina á sigri

Þórsarar byrjuðu sumarið í Inkasso deildinni á sigri á heimavelli gegn Aftureldingu.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Þórsara þar sem Alvaro Montejo skoraði fyrstu tvö mörkin, það fyrra eftir aðeins tvær mínútur af leiknum.

Þriðja mark heimamanna skoraði svo hinn Spánverjinn í liði Þórsara, Nacho Gil þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum.

Mark Aftureldingar skoraði Andri Freyr Jónasson.

Góð byrjun hjá Þórsurum sem heimsækja Njarðvíkinga í næstu umferð þann 11. maí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó