Þórsarar búnir að finna Kana fyrir Dominos deildina

jalen-riley

Nýjasti liðsmaður Þórs

Þórsarar hafa samið við bandaríska körfuknattleiksmanninn Jalen Riley um að leika með liðinu í Dominos-deild karla í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag en keppni í Íslandsmótinu hefst eftir rúmlega tvær vikur.

Riley þessi er 23 ára gamall og leikur í stöðu skotbakvarðar en hann er 183 sentimetrar og þykir vera góður skotmaður.

Hann lék í Slóvakíu og á Spáni á síðustu leiktíð en áður hafði hann spilað með East Tennesse State háskólanum í Bandaríkjunum.

Riley er ætlað að fylla skarð Drew Lehman sem hjálpaði Þórsurum að vinna 1.deildina á síðustu leiktíð en hann er nú farinn heim til Bandaríkjanna.

Þórsarar hafa styrkt sig vel í sumar en áður höfðu reynsluboltinn Darrel Lewis og Ingvi Rafn Ingvarsson gengið til liðs við Þór frá Tindastól.

Sambíó

UMMÆLI