Þórsarar á Íslandsmóti félagsliða í pílukasti

Þórsarar á Íslandsmóti félagsliða í pílukasti

Íslandsmót í liðakeppni í pílukasti fór fram sunnan heiða um helgina. Keppt var í tvímenning, einmenning og liðakeppni. Fjögur karlalið og tvö kvennalið frá Þór á Akureyri hófu þá leik. Davíð Örn og Viðar Valdimarsson náðu lengst hjá körlum en þeir lentu í 5.- 8. sæti eftir tap í 8 liða úrslitum. Hjá konum voru það Dóra Óskarsdóttir og Sunna Valdimarsdóttir en þær lentu í 5. – 8. sæti eftir tap í 8 liða úrslitum.

Hægt er að skoða úrslit í riðlakeppni hér ásamt útslætti:

Eftir tvímenning fór einmenningur hjá körlum og konum í gang en þar var beinn útsláttur. Hjá körlum var það Matthías Örn sem fór lengst en Matti tapaði í úrslitaleik, 4-3. Næst lengst fór Davíð Örn, en tap var niðurstaðan í 16 manna úrslitum hjá Davíð. Aðrir karlar duttu út í fyrsta leik í útslætti. Hjá konum voru það Kolbrún Gígja, Dóra Óskarsdóttir og Hrefna Sævarsdóttir sem töpuðu sínum leik í 16 manna úrslitum en Sunna Valdimarsdóttir tapaði í 32 manna úrslitum.

Hér er hægt að sjá leikina hjá körlum og konum í einmenning:


Á sunnudeginum var komið að liðakeppni. Keppni í riðlum hófst kl 10:30 en fjórir leikmenn voru saman í liði þar. Karlaliðin fóru bæði áfram uppúr riðli og mættu liðum Pílufélags Grindavíkur í 8 liða úrslitum en töpuðu bæði og niðurstaðan því 5.- 8. sæti.

Kvennaliðið fór áfram uppúr riðli og mætti Pílukastfélagi Reykjavíkur í undanúrslitum en tap var niðurstaðan þar og endaði kvennaliðið í 3.- 4. sæti í liðakeppni.


Niðurstaða helgarinnar var að karlalið endaði í 4. sæti með 88 stig en í heildina voru 9 aðildarfélög skráð til leiks hjá körlum. Kvennalið endaði í 5. sæti með 47 stig en 6 aðildarfélög voru skráð til leiks hjá konum. Mikil bæting í stigasöfnun frá síðasta ári og framtíðin er björt hjá Píludeild Þórs.

Hér má sjá samantekt mótsins frá Íslenska pílukastsambandinu.

Pílukast er farið á fullt og verður þétt dagskrá hjá píludeild Þórs í haust/vetur. Æfingar fyrir krakka- og unglinga hefjast mánudaginn 9. september. Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl 17:00 – 18:00. Nánari upplýsingar á Sportabler.

Fyrir frekari upplýsingar og tilkynningar er hægt að fylgjast með á Facebook síðu píludeildar Þórs.

Frétt: Þórsport

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó