Nýr Þjálfari Þórsara, Orri Freyr Hjaltalín, mætti í viðtal til strákanna í Þórs hlaðvarpinu. Orri ræddi komandi tíma með Þórsliðinu og ýmislegt annað.
Orri Freyr lék með Þór til margra ára en var í vetur ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla. Í hlaðvarpinu segir hann frá því hver hans markmið eru með Þórsliðið ásamt því að líta á fótboltasumarið hjá Þór sem hefst einmitt á föstudaginn þegar Þórsarar heimsækja Gróttu á Seltjarnarnesið.
Einnig valdi hann lið skipað bestu samherja sinna frá tímum sínum sem leikmaður Þórs.
Mjög áhugavert spjall sem hægt er að hlusta á í heild sinni hérna.
Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar
UMMÆLI