Þór/KA/Hamrarnir Íslandsmeistarar 2017

Stelpurnar í Þór/KA/Hömrunum tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki í knattspyrnu í dag þegar liðið vann stórsigur á HK/Víkingi á Akureyrarvelli.

Stelpurnar þurftu á sigri að halda til að tryggja sér titilinn. Hin unga og efnilega Karen María Sigurgeirsdóttir kom liðinu yfir strax á 7. mínútu. Karen var ekki hætt en hún bætti við tveimur mörkum á 18. og 22. mínútu og kom liði sínu í 3-0.

Andrea Mist Pálsdóttir og Margrét Árnadóttir bættu síðan við sitthvoru markinu fyrir hálfleik og staðan því orðin 5-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri en HK/Víkingur náðu að skora eitt mark í lok leiks og lokatölur 5-1. Þór/KA Hamrarnir eru því Íslandsmeistarar 2017.

Karen María Sigurgeirsdóttir hefur verið frábær með liðinu í sumar en hún varð markahæsti leikmaður mótsins með 17 mörk í 11 leikjum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó