Þór/KA á toppinn eftir sigur á Breiðablik

Stelpurnar fagna marki Huldu. Mynd: Páll Jóhannesson

Miklar væntingar eru gerðar til þessara liða fyrir tímabilið og er þeim víðast hvar spáð toppbaráttu. Samkvæmt spá Kaffið.is munu Blikastelpur lenda í þriðja sæti í deildinni en Þór/KA mun enda í 4. sætinu þriðja árið í röð.

Það tók stelpurnar í Þór/KA hins vegar ekki nema 10 mínútur að komast yfir gegn Breiðablik í Boganum í kvöld. Hulda Ósk Jónsdóttir tæklaði þá boltann i netið eftir frábæran undirbúning frá Söndru Mayor, óskabyrjun heimakvenna.

Staðan var 1-0 þegar liðin gengu til búningsklefa. Mikil barátta einkenndi leikinn í seinni hálfleik en heimakonum tókst að koma í veg fyrir að Blikar jöfnuðu leikinn. Lokatölur 1-0 en með sigrinum tylla stelpurnar sér á topp deildarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó