Þór/KA lagðar af stað á EM

Mynd af Twitter

Evrópumótið í knattspyrnu hófst í dag með leik Hollands og Noregs. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á þriðjudaginn gegn sterku liði Frakklands. Sandra María Jessen er fulltrúi Þór/KA í íslenska liðinu en einnig eru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir  og Sandra Sigurðardóttir fyrrum leikmenn Þór/KA í hópnum.

Sjá einnig: Sandra María Jessen fer með á EM

Leikmenn Þór/KA munu styðja við landsliðið á mótinu en þær lögðu af stað frá Þórshamri í morgun. Þór/KA tilkynnti þetta á Twitter í dag og setti inn myndir af hópnum. Sandra Stephany Mayor framherji liðsins notaði einnig Twitter til að lýsa spennu sinni. Mayor sem er lykilleikmaður í landsliði Mexíkó sagði „Á leiðinni að styðja Ísland!!!“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó