Íþróttabandalag Akureyrar, Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór sendu frá sér tilkynningu í dag er varðar framtíð samstarfs kvennaliða KA og Þórs. Er þessi tilkynning send út í kjölfar eldheitrar umræðu undanfarinna daga eftir að KA hugðist slíta samstarfinu.
Sjá einnig: Samstarfi Þórs og KA í kvennaboltanum slitið
Í tilkynningunni, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, segir að bæði félög séu viljug til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu.
Búið er að stofna vinnuhóp sem ætlað er að koma með tillögur fyrir 10.febrúar næstkomandi að áframhaldandi samstarfi sem á að tryggja jafna aðkomu beggja félaga að samstarfinu. Þá hefur verið tekið ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili.
Sjá einnig
UMMÆLI