Dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu og þar var Þór/KA í pottinum ásamt hinum níu úrvalsdeildarliðunum og sex liðum úr neðri deildum.
Þór/KA dróst gegn ríkjandi bikarmeisturum Breiðabliks og mætast liðin því á Kópavogsvelli í byrjun næsta mánaðar.
16-liða úrslit
KR – Stjarnan
FH – Valur
Þróttur R. – Haukar
Breiðablik – Þór/KA
Sindri – Grindavík
Selfoss – ÍBV
Tindastóll – Fylkir
HK/Víkingur – Fjölnir
Leikirnir fara fram föstudaginn 2. júní og laugardaginn 3. júní næstkomandi.
UMMÆLI