Þór/KA halda sigurgöngunni áfram

Donni fer vel af stað með Þór/KA

Stelpurnar í Þór/KA fengu Hauka í heimsókn á Þórsvöll í dag. Fyrir leikinn höfðu Þór/KA unnið alla sína leiki og voru á toppi deildarinnar með 9 stig. Haukar voru hinsvegar stigalausir á botni deildarinnar.

Haukar mættu af krafti til leiks og var ekki að sjá að toppliðið væri að spila við botnliðið. Staðan í hálfleik var 0-0 og það var ekki fyrr en á 65. mínútu leiksins sem að Þór/KA braut ísinn. Hulda Björg Hannesdóttir fékk sendingu frá Andreu Mist Pálsdóttir og lék glæsilega á varnarmann Hauka áður en hún lagði boltann í markið.

Við þetta efldust Haukar og áttu meðal annars skot í slá. Það voru samt Þór/KA sem bættu við marki á 82. mínútu. Sandra Stephany Mayor lék þá inn á teig Hauka þar sem brotið var á henni. Hún steig sjálf á punktinn og tryggði Þór/KA 4. sigurinn í röð. 2-0 sigur staðreynd og Þór/KA á toppi Pepsi deildar kvenna.

UMMÆLI