Gæludýr.is

Þórir Tryggvason heiðraður á formannafundi ÍBAMynd: ÍBA

Þórir Tryggvason heiðraður á formannafundi ÍBA

Þórir Tryggvason, ljósmyndari, var heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á Akureyrarsvæðinu á formannafundi ÍBA sem haldinn var í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023. 

Þar komu saman formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri.

Á stjórnarfundi ÍBA í byrjun maí var ákveðið að heiðra Þóri Tryggvason ljósmyndara með gullmerki ÍBA á næsta formannafundi fyrir hans starf í þágu íþrótta og í kringum íþróttaviðburði á svæðinu. Hann hefur tekið myndir af flestum íþróttaviðburðum ÍBA síðustu 25 árin.

Formaður ÍBA, Birna Baldursdóttir, ræddi í ávarpi sínu um samvinnu íþróttafélaga á svæðinu og hvort ekki væri hægt að hjálpast meira að. „Ég veit að sjálfboðaliðar eru einn af mikilvægasta hlekknum í okkar íþróttastarfsemi og því algjörlega ómissandi til að allt gangi vel. Við erum öll íþróttaeldhugar og þurfum að stíga myndarleg skref í sömu átt enda erum við miklu kraftmeiri og sterkari þegar við vinnum öll saman og fyrir mér er orðið SAMVINNA töfraorð“ sagði Birna meðal annars í ræðu sinni.

Ítarlega umfjöllun um fundinn og Þóri ásamt fleiri myndum má finna á vef ÍBA.

Sambíó

UMMÆLI