NTC

Þórhallur gefur  kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Þórhallur gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Sjá einnig: Heimir Örn gefur kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Ég hef mikinn áhuga á uppbyggingu Akureyrar sem höfuðstað Norðurlands. Síðastliðið ár hef ég gengt formennsku í skipulagsráði Akureyrarbæjar.Skipulags- og atvinnumál eru mér sérstaklega hjartfólgin og ég tel að við eigum mikið sóknarfæri á þeim sviðum á næstu árum til að gera góðan bæ betri. Framtíð Akureyrar er björt og mikil fólksfjölgun varð í bænum á síðasta ári, talsvert meira en árin þar á undan. Það helst í hendur við þá staðreynd að uppbygging íbúða á síðastliðnu ári er sú mesta í áraraðir. Fyrirtækjum er að fjölga og mörg fyrirtæki eru að byggja og stækka við sig. Samþykkt nýs miðbæjarskipulags hefur ýtt úr vör nýbyggingu verslunarrýmis í miðbænum. Austurbrú við Drottningabraut er í byggingu og verður stórglæsileg íbúabyggð miðsvæðis.

Ný millilandaflugstöð er að fara af stað í byggingu ásamt því að tvær nýjar Heilsugæslustöðvar verða teknar í notkun á árunum ´23 og ´24. Nýtt öldrunarheimili er að fara í byggingu og svo er stækkun sjúkrahússins í sjónmáli. Gatnagerð er hafin í nýju Holtahverfi og nýtt skipulag fyrir vistvænt Móahverfi fyrir um 3000 íbúa er að klárast. Allt er þetta mikil framfararskref sem ég er stoltur af að hafa átt þátt í. Í nýju Holtahverfi eru lóðir fyrir íbúðir ætlaðar eldri borgurum og einnig er gert ráð fyrir slíkum íbúðum með félagsmiðstöð í nýju Móahverfi í nálægð við torg og þjónustubyggingar. Í þessu nýja hverfi er einnig gert ráð fyrir þjónustukjarna, sleðabrekku, kálgarði og íþróttasvæði.Með auknu aðgengi að raforku á svæðinu skapast ný og fleiri atvinnutækifæri og enn betri búsetuskilyrði,“ skrfiar Þórhallur á Facebook.

„Sem Akureyringur veit ég að það er hvergi betra að búa, stutt er í alla þjónustu, aðstaða til útivistar og íþróttaiðkunar er til fyrirmyndar og auðvelt að komast hratt og vel milli bæjarhluta. Akureyri er og á að vera meira en bara bær, við erum miðstöð þjónustu og afþreyingar fyrir stóran hluta landsins. Í því forystuhlutverki liggja okkar stærstu tækifæri en því fylgir jafnframt ábyrgð.Ég tel að með því að vera opin fyrir nýjungum og með trú á einstaklingum og frumkvæði getum við aukið atvinnutækifæri og bætt samfélagið okkar til framtíðar.Ég óska eftir stuðningi ykkar í komandi prófkjöri sem fer fram þann 26. mars 2022.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó