Þórsarar fengu Njarðvíkinga í heimsókn í Þorpið í kvöld í blíðskaparveðri.
Fyrri hálfleikur var alls ekki upp á marga fiska, lítið um tækifæri.
Seinni hálfleikurinn var mun líflegri en strax á 51. mínútu skoraði Aron Kristófer með góðu skoti frá vinstri, en Aron kom inná í hálfleik fyrir Óskar Elías.
Jóhann Helgi bætti svo við öðru marki Þórsara á 65. mín í sinni fyrstu snertingu fyrir Þór í sumar, en hann kom aftur til liðsins í gær frá Grindavík, frábær byrjun hjá Jóhanni sem var aðeins búinn að vera inná í tvær mínútur.
Þriðja og síðasta mark leiksins skoraði Ármann Pétur eftir að skot hans hafði viðkomu í varnarmanni Njarðvíkinga. 3-0 sigur Þórsara staðreynd.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn eftir rúma viku þegar Þórsarar heimsækja Fram á Laugardalsvöll.
Fyrsti tapleikur sumarsins hjá Þór/KA
Þór/KA tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi deild kvenna í sumar þegar liðið heimsótti KR á Alvogenvöllinn.
Leiknum lauk 2-1 fyrir KR-inga, mörk KR skoruðu þær Tijana Krstic og Mia Celestina Annete Gunter. Mark Þór/KA skoraði Sandra Stephany Mayor Gutierrez.
Næsti leikur Þór/KA er föstudaginn 17. ágúst þegar FH kemur í heimsókn í Þorpið.
Magni tapaði í Ólafsvík
Magni tapaði 4-1 fyrir Víking Ólafsvík í Inkasso deild karla.
Magni sitja því ennþá á botni deildarinnar með 9 stig eftir 14 umferðir.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn í næstu viku þegar Selfyssingar koma í heimsókn á Grenivík.
Hamrarnir töpuðu illa
Hamrarnir heimsóttu Fylki í árbæinn í Inkasso deild kvenna í kvöld, leiknum lauk með 7-0 sigri Fylkis.
Hamrarnir eftir leikinn í kvöld í 6. sæti deildarinnar með 12 stig.
Næsti leikur liðsins er 11. ágúst gegn Haukum í Hafnarfirði.
UMMÆLI