Þórsarar sóttu ekki gull í greipar KR-inga í Vesturbæinn í dag þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta.
Heimamenn lögðu grunninn að öruggum sigri í fyrri hálfleik því staðan að honum loknum var 3-0 fyrir KR. Þórsarar mættu engu að síður sprækir til leiks í síðari hálfleik og Ármann Pétur Ævarsson klóraði í bakkann eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Sveini Elíasi Jónssyni.
Óskar Örn Hauksson gulltryggði hinsvegar sigur KR-inga með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok.
KR 4 – 1 Þór
1-0 Kennie Chopart (’19)
2-0 Tobias Thomsen (’39)
3-0 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (’44)
3-1 Ármann Pétur Ævarsson (’63)
4-1 Óskar Örn Hauksson, víti (´80)
Þórsarar því úr leik í Lengjubikarnum þetta árið en KA-menn geta tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar með því að vinna Selfoss á morgun þegar liðin mætast í Boganum. Leikur KA og Selfyssinga hefst klukkan 17:15.
UMMÆLI