Þór endaði í efsta sæti Grill 66 deildarinnar í handbolta eftir sigur á HK 2 í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Þór sér deildarmeistaratitilinn og sæti í úrvalsdeildinni. Þórsarar þurftu á sigri að halda til að tryggja sér efsta sætið í Grill 66 deildinni sem þeir gerðu örugglega, 37-29. Oddur Grétarsson var markahæstur og setti tíu mörk.
Tæplega 1000 áhorfendur voru viðstaddir í Höllinni í gær og eftir leikinn var boðað til fagnaðar í Hamri í tilefni af deildarmeistaratitlinum.