Þórsarar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Lengjubikars karla þrátt fyrir að lenda í þriðja sæti riðils síns. Ástæðan er sú að Valur, sem vann riðilinn, getur ekki tekið þátt í útsláttarkeppninni.
Valur er á leið í æfingaferð erlendis og því taka Þórsarar þeirra sæti í 8-liða úrslitum.
Þórsarar fá verðugt verkefni því þeir mæta KR syðra næstkomandi sunnudag. KA-menn eru sömuleiðis í 8-liða úrslitum en þeir fá Selfoss í heimsókn á KA-völl næstkomandi mánudag.
8-liða úrslit
16:00 á sunnudag KR – Þór
19:15 á mánudag ÍA – Grindavík
19:15 á mánudag Breiðablik – FH
19:15 á mánudag KA – Selfoss
UMMÆLI