NTC

Þór tekst á við Stjörnuna í kvöld, tveim dögum eftir glæsisigur á Keflavík

Þór tekst á við Stjörnuna í kvöld, tveim dögum eftir glæsisigur á Keflavík

Kvennalið Þórs í körfubolta mun takast á við Stjörnuna á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ í Subway deild kvenna klukkan 18:15 í kvöld. Vonast Þórskonur til þess að ná fram öðrum óvæntum sigri gegn Stjörnunni, sem er í þriðja sæti deildarinnar með einungis eitt tap á tímabilinu, en Þór færði Keflavík sitt fyrsta tap tímabilsins síðastliðinn sunnudag.

Leikurinn á sunnudaginn var æsispennandi og tókst Þórskonum að sigra með 87 stigum gegn 83 stigum Keflavíkur. Með þessum sigri er Þór í 5. – 6. sæti deildarinnar með fimm sigra og fjögur töp, en hyggjast stelpurnar klifra enn hærra. Athygli hefur vakið að umfjöllun um gott gengi Þórsara hefur verið minni en búast mætti við en á heimasíðu Þórs segir: „Umfjöllunin hefur verið jákvæð að mestu, en það vekur þó sérstaka athygli og veldur verulegum vonbrigðum að ekki virðist talin þörf á að taka viðtöl við þjálfara liða eftir leiki hér fyrir norðan.“

Munum við fylgjast áfram með gangi Þórs í Subway deildinni hér á Kaffinu.

VG

UMMÆLI

Sambíó