Þór tapaði heima gegn GróttuMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór tapaði heima gegn Gróttu

Þórsarar áttu slæman dag í gær þegar liðið fékk ungt lið Gróttu í heimsókn í Þorpið. Leikurinn endaði 2-3 fyrir gestina í Gróttu.

Grótta skoraði fyrsta markið strax á annarri mínútu leiksins Axel Sigurðarson skoraði eftir laglegt spil gestanna.

Grótta fengu svo dæmda vítaspyrnu aðeins þremur mínútum síðar eftir slæm mistök hjá Aroni Birki í marki Þórsara.

Á sjöttu mínútu fengu svo Þórsarar dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á fyrirliðanum Sveini Elíasi. Nacho Gil fór á punktinn og skoraði örugglega.

Fjórða mark leiksins kom síðan á 37. mínútu þegar Axel Sigurðarson gerði sitt annað mark og þriðja mark gestanna með góðu skoti.

Þórsarar fengu síðan dæmda sína aðra vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og þá þriðju í leiknum. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skoraði aftur af öryggi.

Þórsarar héldu áfram að sækja að marki gestanna í seinni hálfleik en á 60. mínútu fékk Orri Sigurjónsson óverðskuldað rautt spjald þegar línuvörðurinn taldi Orra hafa gefið olnbogaskot.

Eftir rauða spjaldið fjaraði talsvert undan heimamönnum og tókst þeim ekki að ná í stig í leiknum og niðurstaðan því 2-3 Gróttu í vil.

Leikurinn var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara.

Næsti leikur Þórsara er föstudaginn 24. maí þegar liðið heimsækir Víking Ólafsvík heim.

UMMÆLI