NTC

Þór sigraði Þrótt í Inkasso deildinni

Skoruðu mark beint úr hornspyrnu

Jónas skoraði beint úr hornspyrnu. Mynd/Palli Jóh

Þór tók á mótti Þrótti í 10. umferð Inkasso deildarinnar í gær á Þórsvelli.

Þórsarar byrjuðu betur en það voru hinsvegar Þróttarar sem komust yfir með marki frá Viktori Jónssyni á 14. mínútu. Daði Bergsson átti fyrirgjöf og varnarleikur Þórsara slakur og nánast gáfu Viktori markið.

Á 35. mínútu tókst Þór að jafna metin. Óskar Zoega átti þá frábæra sendingu úr vörninni á Alvaro Montejo sem stakk varnarmann Þróttar af og kláraði svo á milli fóta Arnars Darra í markinu.

Í upphafi síðari hálfleiks komst Þór svo yfir. Jónas Björgvin átti þá hornspyrnu sem Arnar Darri misreiknaði og boltinn sveif yfir markmanninn og í netið. Hægt er að sjá þetta magnaða mark hér á heimasíðu Vísi.is.

Í framhaldinu pressaði Þór nokkuð kröftuglega og uppskar þriðja mark leiksins á 67. mínútu. Aron Kristófer skoraði í þetta skiptið og gerði út um leikinn.

Þórsarar fengu síðan víti á 87. mín en Ármann Pétur sem lék sinn 300. leik fyrir Þór í gær skaut í slá.

Þór 3 – 1 Þróttur R.
0-1 Viktor Jónsson (’14 )
1-1 Alvaro Montejo Calleja (’35 )
2-1 Jónas Björgvin Sigurbergsson (’52 )
3-1 Aron Kristófer Lárusson (’67 )
3-1 Ármann Pétur Ævarsson (’87 , misnotað víti)

Sambíó

UMMÆLI