Þór sigraði SelfossNacho Gil skoraði fyrra mark heimamanna í kvöld

Þór sigraði Selfoss

Þórsarar tóku á móti Selfossi í Inkasso deildinni í kvöld á Þórsvelli

Nacho Gil kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Hrvoje Tokic jafnaði skömmu síðar fyrir gestina og var staðan jöfn eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað en heimamenn uxu inn í leikinn og voru komnir með góða stjórn á lokakaflanum.

Það var þá sem Jóhann Helgi Hannesson gerði sigurmarkið eftir góða fyrirgjöf frá Alvaro Montejo, en þeir áttu báðir frábæran leik.

Jóhann Helgi tryggði sigur Þórsara í kvöld

Þórsarar komust nálægt því að bæta þriðja markinu við og verðskulduðu sigurinn.

Þór er ekki að fara upp úr Inkasso deildinni í sumar en Selfyssingar eru í afar slæmum málum, þremur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Viðtal við Lárus Orra þjálfara Þórs má sjá hér fyrir neðan en myndbandið er frá thorsport.is

Staðan eftir leiki dagsins:

Magni sem er í harði báráttu um að halda sæti sínu í Inkasso deildinni leikur á morgun gegn Njarðvík í Njarðvík, takist liðinu ekki að sigra leikinn er liðið komið í afar erfiða stöðu í deildinni.

Þá spilar lið Þór/KA algjöran úrslitaleik á morgun í Pepsi deild kvenna þegar liðið heimsækir Breiðablik heim, en bæði lið hafa einungis tapað einum leik í sumar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó