beint flug til Færeyja

Þór sigraði Magna í Kjarnafæðismótinu

Mynd Palli Jóh/thorsport.is

Þórsarar sigruðu Magna 1-0 í kvöld þegar liðin mættust í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í leik sem fram fór í Boganum.

Leikurinn var bragðdaufur og lítið um góð færi. En Þórsarar þó líklegri mestan part leiksins.

Ármann Pétur Ævarsson skoraði eina mark leiksins fyrir Þór á 8. mínútu eftir stoðsendingu frá Bjarka Þór Viðarssyni.

Admir Kubat og Kelvin Sarkorh léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Þórsara í kvöld og stóðu sig með prýði.

Eftir sigurinn er Þór á toppi riðilsins með 6 stig líkt og KA en bæði lið hafa leikið tvo leiki.

Þrír aðrir leikir verða á mótinu um helgina, einn á morgun laugardag kl: 19:15 þegar KA og Tindastóll mætast. Á sunnudag verða tveir leikir fyrst kl 16:30 Þór – Völsungur og síðar kl 18:30 Þór2 gegn Dalvík/Reyni.

Staðan í A-riðli Kjarnafæðismótinu

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó