Magni tók á móti Þórsurum á Grenivík í kvöld í 7. umferð Inkasso deildarinnar. Rúmlega 800 manns mættu á Grenivík í kvöld.
Lítið var um færi í leiknum og staðan í hálfleik 0-0 í blíðskapar veðri á Grenivík.
Það var ekki fyrr en á 76. mín sem fyrsta mark leiksins kom en þar var Bergvin Jóhannsson á ferðinni eftir að hafa komið inná aðeins 4 mínútum áður. Agnar Darri Sverrisson fékk svo að líta rautt spjald þremur mínútum síðar fyrir glórulaust brot á miðjum vellinum, við það hresstust Þórsarar og skoruðu 2 mörk undir lok leiksins. Það fyrra kom eftir skot frá Orra Sigurjónssyni á 85. mín og það seinna 2 mínútum síðar þegar Nacho Gil skallaði boltann í netið.
Eftir leikinn í kvöld eru Magnamenn á botninum með 3 stig en Þórsarar fara upp í 3. sæti með 14 stig.
UMMÆLI