Framsókn

Þór sigraði fyrsta heimaleikinn í 13 árMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór sigraði fyrsta heimaleikinn í 13 ár

Þórsarar sem taka aftur þátt í Íslandsmóti handboltans í vetur eftir 13 ára hlé, sameinaðist KA undir merkjum Akureyrar, unnu sinn fyrsta heimaleik í gærkvöldi þegar liðið fékk ungmennalið Hauka í heimsókn.

Leikurinn endaði 30:22 fyrir heimamenn í Þór eftir að staðan í hálfleik var 13:8 fyrir heimamenn.

Markahæstur í liði Þórsara var Igor Kopishinsky með 8 mörk, þó lék hann einungis seinni hálfleikinn þar sem hann er nýkominn til liðsins. Næstur var Þórður Tandri Ágústsson með 7 mörk og Brynjar Hólm Grétarsson með 5 mörk. Þá varði Arnar Þór Fylkisson í marki Þórsara 15 skot.
Í liði gestanna voru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson og Jón Karl Einarsson báðir með 6 mörk. Næstur kom Karl Viðar Pétursson með 3 mörk.

Í samtali við heimasíðu Þórs, thorsport.is, sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs. „Þetta var fínn leikur. Vörnin stóð sig vel í fyrri hálfleik og Arnar var flottur á bak við hana. Það er mjög gott að fá bara 8 mörk á sig í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik tókum við stjórnina enn frekar og keyrðum upp hraðann, sem ég var ánægður með.“

Næsti leikur liðsins er gegn Herði á Ísafirði á mánudaginn, sá leikur er í bikarkeppninni. Næsti deildarleikur er gegn Gróttu næstkomandi föstudag á Seltjarnarnesi.

Eftir leikinn í gær er liðið á toppi deildarinnar ásamt KA U sem einnig hefur unnið fyrstu tvo leiki vetrarins.

VG

UMMÆLI