Þór sigraði Fjölni í toppslagnumMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór sigraði Fjölni í toppslagnum

Fjölnir komu norður í gær og heimsóttu Þór í Höllina í toppslag 1.deildar karla í körfubolta.

Fyrir leikinn voru Þórsarar á toppnum með tólf stig og Fjölnir í öðru sæti með tíu stig.

Þórsarar unnu toppslaginn 87:81 og því komnir með fjagra stiga forustu á Fjölni.

Júlíus Orri Ágústsson var atkvæðamestur heimamanna með 23 stig, á eftir honum var Larry Thomas með 22 stig.

Í liði gestanna var Anton Olonzo Grady með 30 stig og Srdan Stojanovic með 26 stig.

Næsti leikur Þórsara er á fimmtudaginn 6. desember þegar liðið heimsækir Selfoss heim.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó