NTC

Þór sendir Jalen Riley heim og semur við nýjan Kana

George Beamon

George Beamon

Jalen Ross Riley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór í Dominos deild karla í körfubolta en þetta staðfesti körfuknattleiksdeild Þórs nú rétt í þessu.

Riley kom til Þórs í sumar en hefur ekki staðið undir væntingum. Hann var engu að síður stigahæsti leikmaður liðsins í vetur áður en kom að leiknum á móti KR í kvöld en hann skoraði ekki eina körfu í tapi gegn KR.

Hann kveður Þór eftir sex leiki með 18,2 stig, 4,5 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þórsarar hafa samið við nýjan Bandaríkjamann, George Beamon. Hann er 187 sentimetrar á stærð og 80 kíló en hann lék síðast með Manhattan Jaspers þar sem hann skoraði 19 stig og tók sjö fráköst að meðaltali í leik. Beamon þessi er 25 ára gamall.

Jalen Riley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór.

Jalen Riley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó