Þór semur við króatískan miðjumann

Stipe Barac er nýjasti liðsmaður Þórs

Króatíski knattspyrnumaðurinn Stipe Barac er genginn til liðs við Inkasso deildarlið Þórs en samningur við kappann var undirritaður í félagsheimili Þórs nú rétt í þessu.

Stipe þessi er fæddur árið 1985 og leikur sem miðjumaður. Er honum ætlað að styrkja miðsvæði Þórs og hjálpa liðinu í toppbaráttu Inkasso deildarinnar.

Stipe gerir 18 mánaða samning við Þór en hann lék síðast NK Hrvace í heimalandinu. Hann kom til landsins í dag en verður löglegur með liðinu þann 15.júlí næstkomandi þegar félagaskiptaglugginn hér á landi opnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó