Þór semur við bandarískan miðherja

Nino Johnson, 24 ára gamall Bandaríkjamaður hefur samið við Körfuknattleiksdeild Þórs. Nino sem er 206 cm á hæð og vegur 110 kg mun leysa Marques Oliver af hólmi en hann mun ekki leika meira með Þór í vetur vegna meiðsla.

Nino Johnson lék í Finnlandi í fyrravetur og þar skilaði hann 13 stigum að meðaltali í leik og tók 7 fráköstum. Hann verður klár í slaginn á nýju ári þegar og verður væntanlega með Þór í fyrsta leiknum gegn Haukum föstudaginn 5. janúar.

Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari segir Nino mjög fjölhæfan leikmann sem geti bæði spilað fyrir utan og eins við körfuna. ,,Hann spilaði í fyrra í einu sterkasta liði Finnlands og fékk hann fín meðmæli þaðan og verður gaman að sjá hvernig hann smellur inn í Þórsliðið okkar. Nino á að vera ljúfur drengur og flottur liðsfélagi sem er ákaflega mikilvægt“ sagði Hjalti í stuttu spjalli við heimasíðu Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó