Tveir leikir fóru fram í Kjarnafæðismótinu í fótbolta í Boganum í gærkvöldi þar sem aðallið Þórs og KA voru í eldlínunni.
Inkasso-deildarlið Þórs lenti í vandræðum með 3.deildarlið KF þrátt fyrir að Þórsarar næðu tveggja marka forystu á fyrstu tólf mínútunum. Fjallabyggðadrengir gáfust ekki upp og jöfnuðu metin en Sigurður Marínó Kristjánsson tryggði Þórsurum sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu.
Aðallið KA mætti KA 3 í síðari leik kvöldsins og hið ótrúlega gerðist eftir níu mínútur þegar C-lið KA komst yfir gegn A-liðinu.
Markahrókurinn Áki Sölvason tók leikinn hinsvegar í sínar hendur fljótlega í kjölfarið en alls skoraði þessi 17 ára gamli sóknarmaður fimm mörk í 7-1 sigri aðalliðs KA.
B-riðill
Þór 3 – 2 KF
1-0 Sveinn Elías Jónsson (‘2 )
2-0 Ármann Pétur Ævarsson (’12, víti)
2-1 Valur Reykjalín Þrastarson (’25 )
2-2 Heimir Ingi Grétarsson (’49 )
3-2 Sigurður Marínó Kristjánsson (’77 )
Smelltu hér til að sjá stöðuna í B-riðli.
A-riðill
KA 3 1 – 7 KA
1-0 Þröstur Mikael Jónsson (‘9 )
1-1 Áki Sölvason (’15 )
1-2 Áki Sölvason (’39 )
1-3 Baldvin Ólafsson (’65 )
1-4 Áki Sölvason (’69 )
1-5 Áki Sölvason (’71 )
1-6 Áki Sölvason (’75 )
1-7 Ívar Örn Árnason (’80 )
UMMÆLI