NTC

Þór og KA töpuðu bæði

Þór og KA töpuðu bæði

KA fengu Víking frá Reykjavík í heimsókn, leikurinn var spilaður á Dalvíkurvelli þar sem Greifavöllurinn er ekki enn tilbúinn. Víkingar komust yfir á 61. mínútu þegar Nikolaj Andreas Hansen skoraði eftir laglegt spil Víkinga. KA menn fengu úrvals tækifæri til að jafna leikinn því í uppbótatíma fengu KA vítaspyrnu, Hallgrímur Mar skaut hins vegar yfir markið úr spyrnunni og því 0-1 tap staðreynd.
KA menn því komnir niður í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar eftir fimm umferðir, næsti leikur liðsins er strax á mánudaginn næstkomandi þegar liðið fer í Garðabæ og mætir Stjörnunni.

Þórsarar fengu skell í Lengjudeildinni er liðið heimsótti Fram. Leiknum lauk með 4-1 sigri Frammara. Indriði Áki Þorláksson skoraði 2 fyrir heimamenn og Kyle Douglas McLagan og Frederico Bello Saraiva gerðu sitthvort markið. Fyrir Þórsarar skoraði Bjarni Guðjón Brynjólfsson í uppbótatíma.
Þórsarar sitja í 8. sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Aftureldingu föstudaginn 28. maí.

Sambíó

UMMÆLI