Framsókn

Þór og Dalvík/Reynir með sigra, Magni tapaði

Magni frá Grenivík heimsóttu Selfyssinga í 4. umferð Inkasso deildarinnar í gær.

Í upphafi síðari hálfleiks kom Gilles Ondo Selfyssingum yfir eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Undir lok leiksins byrjaði fjörið loks, á 85. mín jafnaði Sigurður Marinó fyrir Magna en á 89. mín slapp Ingi Rafn einn inn fyrir og tryggði Selfyssingum sinn fyrsta sigur í sumar. 2-1 fyrir Selfoss.

Næsti leikur Magna verður sunnudaginn 3. júní þegar Þróttur mætir norður.

Í seinni leik dagsins í Inkasso deildinni tóku Þórsarar á móti Fram. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og fyrirliðinn Sveinn Elías kom þeim yfir á 31. mín. Beint eftir markið tóku Frammarar miðju en Þórsarar unnu boltann og var Alvaro Montejo að sleppa í gegn þegar Kristófer Jacobson tæklaði hann og hlaut rautt spjald. Frammarar því marki undir og manni færri.

Alvaro fagnar marki. Mynd: thorsport.is

Alvaro Montejo bætti svo við fyrir Þórsarar undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Í seinni hálfleik náðu Frammarar að jafna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri á fimm mínútna kafla með mörkum frá Guðmundi Magnússyni og Orra Gunnarssyni.

En það var svo í uppbótartíma sem Alvaro Montejo kom Þórsurum aftur yfir, annan leikinn í röð skorar hann í uppbótartíma og tryggir Þórsurum sigur. 3-2 fyrir heimamenn í fjörlegum leik.

Næsti leikur Þórs er 2. júní gegn ÍR í Reykjavík.

Þá tók Dalvík/Reynir á móti Ægi í 3. deildinni og unnu öruggan 3-0 sigur.

VG

UMMÆLI

Sambíó