NTC

Þór mætir Tindastól í 8-liða úrslitumMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór mætir Tindastól í 8-liða úrslitum

Dregið var í hádeginu í dag í 8-liða úrslit Geysisbikarsins í karlaflokki. Þórsarar sem sigruðu nafna sína í Þór Þorlákshöfn voru í pottinum og drógust gegn Tindastól.

Leikurinn mun fara fram á Sauðárkróki annað hvort 19. eða 20. janúar næstkomandi.

Hér má sjá alla leikina í 8-liða úrslitum í karlaflokki:
Fjölnir – Keflavík
Sindri – Grindavík
Stjarnan – Valur
Tindastóll – Þór Akureyri

Og hér má sjá leikina í kvennaflokki:
Keflavík – KR
Valur – Breiðablik
ÍR – Skallagrímur
Haukar – Grindavík

Sambíó

UMMÆLI