Þór mætir Þrótt í mikilvægasta leik sumarsins

Mynd: fotbolti.net

Þórsarar fá Þrótt í heimsókn í 14. umferð Inkasso deildarinnar klukkan 18:000 í dag. Fyrir leikinn eru Þórsarar í 4. sætinu með 22 stig en Þróttarar í því 3. með 27 stig líkt og Keflavík.

Þórsarar hafa verið á fínu skriði og unnu hörku útisigur gegn Selfyssingum í síðustu umferð þar sem Jóhann Helgi Hannesson tryggði Þór 3-2 sigur á lokamínútu leiksins.

Í þeim sex leikjum sem Þór hefur spilað á heimavelli í  deildinni í sumar eru sigurleikirnir fjórir, eitt jafntefli og einn tapleikur sem kom á móti Selfossi í annarri umferð.  Liðið hefur skorað 11 mörk og fengið á sig 7. Markahæstu leikmenn Þórs eru Jóhann Helgi með 6 mörk og Gunnar Örvar með 4.

Þegar liðin mættust fyrr í sumar unnu Þróttarar 2-1 sigur. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Þórsara en með sigri blanda þeir sér í toppbaráttuna. Liðin í 1. og 2. sæti mætast einnig í dag þannig staðan í deildinni gæti litið vænlega út fyrir Þór í lok dags.

Eins og venja er til verður upphitun í Hamri fyrir leik.Klukkutíma fyrir leik þ.e. klukkan 17:00 verða seldir hamborgarar og coke á 1.000 krónur. Leikur liðanna hefst klukkan 18:00

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó