Þór/KA2 vann Kjarnafæðimótið

Þór/KA2 vann Kjarnafæðimótið

Lokaleikurinn í kvennadeild Kjarnafæðimótsins var spilaður í Boganum á mánudagskvöld og voru það Þór/KA-liðin tvö sem tóku þátt í mótinu sem áttust við í úrslitaleiknum. Leiknum lauk með 4-2 sigri Þór/KA2.

Á vef Þórs segir að þjálfarar hafi notað tækifærið og teflt í raun fram fjórum liðum þar sem meistaraflokkshópurinn spilaði fyrri hálfleikinn, en síðan var voru 11 skiptingar í öðru liðinu og tíu í hinu áður en seinni hálfleikurinn hófst. Leikmenn í 2. flokki komu inn hjá Þór/KA og leikmenn í 3. flokki hjá Þór/KA2. 

Hér að neðan má sjá markaskorara leiksins en ítarlegri umfjöllun um leikinn má finna á vef Þórs með því að smella hér.

Þór/KA – Þór/KA2 2-4 (1-2)

  • 1-0 Sandra María Jessen (5′). 
  • 1-1 Hildur Anna Birgisdóttir (22′).
  • 1-2 Hildur Anna Birgisdóttir (37′)
  • 2-2 Rebekka Sunna Brynjarsdóttir (47′)
  • 2-3 Móeiður Alma Gísladóttir (67′)
  • 2-4 Aníta Ingvarsdóttir (89′).
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó