Kvennalið Þór/KA/Völsungs/THK í fótbolta í 2. flokki U20 tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð með 3-0 sigri á Víkingi.
Fyrsta markið skoraði Eva S. Dolina-Sokolowska seint í fyrri hálfleik. Hin tvö mörkin skiluðu sér ekki fyrr en í viðbótartíma, þegar Bryndís Eiríksdóttir og Ísey Ragnarsdóttir skoruðu með stuttu millibili.
Með sigrinum tryggði liðið sér Íslandsmeistaratitilinn þó það eigi enn einn leik eftir í A-deildinni. Þór/KA/Völsungur/THK er nú komið í 33 stig, hefur spilað 13 leiki, unnið 11 og tapað tveimur. Selfyssingar eru í 2. sæti með 28 stig en eiga aðeins einn leik eftir og geta því ekki náð Þór/KA/Völ/THK í stigum.
Nánari lýsingu á leiknum sem og myndir frá honum er hægt að skoða á heimasíðu Þór/KA.
UMMÆLI