NTC

Þór/KA vann fyrsta heimaleikinn

Sanda María Jessen mynd/visir.is

Þór/KA spilaði fyrsta heimaleik sumarsins í Pepsi deildinni í dag þegar HK/Víkingur kom í heimsókn. Leikurinn var spilaður í Boganum.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 57. mín fengu Þór/KA vítaspyrnu og rautt spjald dæmt Maggý Lárentsínusdóttir leikmann HK/Víkings sem og þjálfara liðsins Þórhall Víkingsson. Sandra Mayor skoraði úr vítaspyrnunni og kom Þór/KA yfir 1-0. Sandra María Jessen bætti við öðru marki á 64. mín og Sandra Mayor var svo aftur á ferðinni á 71. mín og staðan 3-0 fyrir Þór/KA.

Þór/KA fara því vel af stað í Pepsi deildinni en liðið vann einnig í fyrstu umferð og því með fullt hús eftir tvær umferðir og markatöluna 8:0. Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn í Vestmannaeyjum þegar liðið mætir ÍBV.

Þór/KA 3 – 0 HK/Víkingur
1-0 Sandra Mayor (’57, víti)
2-0 Sandra María Jessen (’64)
3-0 Sandra Mayor (’71)
Rautt spjald: Maggý Lárentsínusdóttir, HK/Víkingur (’57)

Sambíó

UMMÆLI