Þór/KA tilnefndar sem lið ársins

Íslandsmeistarar Þór/KA er eitt af þremur efstu liðunum í kjöri Samtaka Íþróttamanna á liði ársins. Samtökin útnefna lið ársins, þjálfara ársins og íþróttamann ársins í 62. skipti fimmtudagskvöldið 28. desember.

Nú er birt hverj­ir enduðu í efstu þrem­ur sæt­un­um í þeim kosn­ing­um um lið ársins og þjálfara ársins í stafrófsröð. Þá eru tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins tilkynnt, einnig í staf­rófs­röð. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson er eini Akureyringurinn á þeim lista.

Niðurstaðan í þessu öllu sam­an verður kynnt í Hörpu á fimmtu­dags­kvöldið en þar hefst dag­skrá­in klukk­an 18.00.

Tíu efstu í kjör­inu á íþrótta­manni árs­ins 2017, í staf­rófs­röð, eru eft­ir­tal­in:

Aníta Hinriks­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir
Aron Ein­ar Gunn­ars­son, knatt­spyrna
Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur
Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna
Helgi Sveins­son, frjálsíþrótt­ir fatlaðra
Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, sund
Jó­hann Berg Guðmunds­son, knatt­spyrna
Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, golf
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna
Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, golf

Þrír efstu í kjör­inu á þjálf­ara árs­ins 2017, í staf­rófs­röð:

Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna, þjálf­ari kvennaliðs Kristianstad
Heim­ir Hall­gríms­son, knatt­spyrna, þjálf­ari karla­landsliðs Íslands
Þórir Her­geirs­son, hand­knatt­leik­ur, þjálf­ari kvenna­landsliðs Nor­egs

Þrjú efstu í kjör­inu á liði árs­ins 2017, í staf­rófs­röð:

Karla­landslið Íslands í knatt­spyrnu
Val­ur, Íslands­meist­ari karla í hand­knatt­leik
Þór/​KA, Íslands­meist­ari kvenna í knatt­spyrnu

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó