Þór/KA sigraði Þróttmynd: thorka.is - Egill Bjarni Friðjónsson

Þór/KA sigraði Þrótt

Þór/KA tóku á móti Þrótt í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í gær. Illa hefur gengið hjá liðinu undanfarið en fyrir leikinn í gær hafði liðið ekki unnið í sex leikjum í röð og þar af fimm töp. Þór/KA tókst hins vegar að binda enda á slæmt gengi liðsins með 1-0 sigri.

María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu eftir sendingu frá Margréti Árnadóttur.

Gríðarlega mikilvægur sigur til að komast frá botni deildarinnar. Liðið er eftir leikinn í 8. sæti með 13 stig. Þróttur er í 4. sæti með 25 stig.

Næsti leikur liðsins er einnig heimaleikur þegar ÍBV koma á SaltPay völlinn 14. september.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó