NTC

Þór/KA Meistarar meistaranna

Mynd frá leiknum í dag sem fór fram á KA velli

Þór/KA vann í dag sigur í leik í Meistarakeppni KSÍ gegn ÍBV og eru því Meistarar meistaranna. Þór/KA vann eins og flestum er kunnugt Íslandsmeistaratitilinn síðasta sumar en Eyjastúlkur urðu Bikarmeistarar.

Sigur Þór/KA var í raun aldrei í hættu en Sandra Mayor kom liðinu yfir á 29.mínútu leiksins.  Vængmaðurinn Margrét Árnadóttir bætti svo við tveimur mörkum á 48. og 58 mínútu og staðan því orðin 3-0 fyrir Íslandsmeistarana.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokaúrslitin því öruggur 3-0 sigur Þór/KA. Þetta er annar titillinn sem Þór/KA tryggir sér með skömmu millibili en á dögunum varð liðið Lengjubikarmeistari með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó