NTC

Þór/KA Lengjubikarmeistari kvenna

Þór/KA tryggði sér í kvöld sigur í Lengjubikar kvenna með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni í Boganum. Stjarnan náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Katríni Ásbjörnsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur.

Sandra Mayor minnkaði muninn fyrir Þór/KA á 31. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Þór/KA stúlkur urðu svo fyrir áfalli á 65. mínútu þegar að Bianca Elissa Sierra var rekinn af velli með rautt spjald. Stelpurnar létu það þó ekki á sig fá og Andrea Mist Pálsdóttir jafnaði leikinn þegar um 13 mínútur voru eftir.

Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu því 2-2 og gripið var til vítaspyrnukeppni. Þór/KA stúlkur voru ískaldar á vítapunktinum en Arna Sif Ásgrímsdóttir, Ariana Calderon, Lillý Rut Hlynsdóttir og Lára Einarsdóttir skoruðu allar úr sínum spyrnum.

Harpa Þorsteinsdóttir og Lára Kristín Pedersen klúðruðu sínum spyrnum fyrir stjörnuna og Þór/KA því Lengjubikarmeistari kvenna árið 2018!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó