Þór/KA fær landsliðskonu frá Kosta Ríka

Þór/KA fær landsliðskonu frá Kosta Ríka

Knattspyrnukonan Gabrielle Guillén Alvarez hefur samið við Þór/KA. Gabrielle eða Gaby eins og hún er kölluð mun koma til Akureyrar í febrúar og hefja æfingar með liðinu.

Hún fæddist í Kosta Ríka árið 1992 að því kemur fram á vef Þórs. Hún spilaði fyrir Creighton Bluejays frá Omaha, Nebraska í háskólaboltanum í Bandaríkjunum árin 2009 til 2012 en hún kemur til Þórs/KA frá Deportivo Saprissa í heimalandinu.

Hún getur spilað sem vinstri bakvörður, vængmaður eða miðjumaður. Hún á að baki 11 landsleiki með landsliði Kosta Ríka ásamt því að hafa spilað með yngri landsliðum þar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó