NTC

Þór/KA fær bandarískan leikmannmynd: thorsport.is

Þór/KA fær bandarískan leikmann

Þór/KA hefur samið við Madeline Gotta sem er 22 ára bandarískur leikmaður. Madeline kemur frá San Diego í Kaliforníu og hefur spilað í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. Madeline er kölluð er sóknarmaður og kemur til með að auka breidd Þór/KA liðsins fram á við en liðið missti einn besta leikmann Íslandsmótsins, Söndru Stephany Mayor, eftir síðustu leiktíð.

Á lokaári sínu, hjá Gonzaga-háskolanum, varð hún markahæst í liðinu með 7 mörk og 4 stoðsendingar í 19 leikjum.

„Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ segir Maddy þegar hún er spurð um hvernig henni líst á að vera komin til Íslands til að spila í Pepsi Max-deildinni. „Ég vona að ég geti lagt mikið fram til liðsins og hjálpað Þór/KA að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi enda á toppnum.“ segir Madeline við thorsport.is

„Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA við thorsport.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó