Þór/KA endar tímabilið í sjötta sæti – Þrjár knattspyrnukonur verðlaunaðarArna Sif og Hulda Björg fengu treyjur að gjöf frá stjórn Þórs/KA fyrir leikinn gegn Keflavík. Mynd: Þórir Tryggva

Þór/KA endar tímabilið í sjötta sæti – Þrjár knattspyrnukonur verðlaunaðar

Þór/KA gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta í gær. Úrslitin þýða að Þór/KA endar í sjötta sæti deilarinnar með 22 stig, sama stigafjölda og ÍBV, en betri markamun.

„Við vildum meira. Fyrir upphaf tímabilsins þá stefndum við hærra og við förum ekkert leynt með það að Þór/KA er þannig félag að við stefnum hátt og sagan er þannig félag að það á að vera í efri pakkanum, eins og margir hafa komið inná þá er þessi deild ekki eins sterk og hún hefur verið þannig það var kjörið tækifæri til að gera góða hluti,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari liðsins, við Fótbolta.net eftir leikinn.

Fyrir leikinn fengu tveir leikmenn treyju að gjöf frá stjórn Þórs/KA vegna leikjaáfanga – sú þriðja var stödd erlendis og gat ekki tekið við sinni. Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir fengu afhentar Þór/KA treyjur með 200 og 100 á bakinu – en það er sá leikjafjöldi sem þær voru verðlaunaðar fyrir að þessu sinni. Hulda Ósk Jónsdóttir spilaði sinn 100. Leik fyrir Þór/KA í fyrrahaust, en hún er við nám í Bandaríkjunum og gat því ekki tekið við sinni treyju í dag.

Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði sinn 200. leik fyrir Þór/KA sumarið 2020 en eftir leikinn gegn Keflavík í gær er hún komin í 233 leiki fyrir Þór/KA og orðin sú leikjahæsta í sögu liðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó