Þór/KA byrjar titilvörn sína á sigri – Sandra María Jessen með þrennu

Sandra María Jessen átti þrennu í leiknum í dag.

Íslandsmeistarar Þór/KA byrjuðu titilvörnina á sigri í dag þegar þær heimsóttu Grindavík en leikurinn endaði 5-0 fyrir Þór/KA. Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir eftir aðeins sjö mínútur, eftir sendingu frá Söndru Mayor. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik. Arna Sif Ásgrímsdóttir tvöfaldaði forystuna á 55. mínútu og Þór/KA komnar í góða stöðu. Sandra Mayor skoraði þriðja mark Þór/KA stuttu seinna en Sandra María bætti tveimur mörkum við á 80. mínútu og á 90. mínútu og fullkomnaði þar með þrennuna.

Þór/KA spilar sinn næsta leik 9. maí á heimavelli þegar þær mæta HK/Víking.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó